Stóru-Laugar

Notalegur gististaður miðsvæðis á kunnum ferðamannaslóðum á norðaustanverðu landinu, 64 km frá Akureyri, höfuðstað Norðurlands. Gististaðurinn er skammt frá Laugum, litlum byggðarkjarna í gróðursælli og hlýlegri sveit þar sem skiptast á lágir heiðaásar og grunn daladrög. Það liggur vel til dagsferða til ýmissa af frægustu náttúruperlum landsins og hvalaskoðunarferða frá Húsavík. Opið frá 2. janúar til 1. nóvember.

  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Frítt netsamband
  • Heitur pottur
  • Vínveitingar
  • Kreditkort
Stóru-Laugar

Hafa samband